| |
1. 1503002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 712 | Sæmundur Helgason tók til máls undir 12. lið. fundargerð SASS, skipulag og framlag til sóknaráætlunar 2015-2019. Greindi frá að styrkveitingasjóður Sóknaráætlunar mun heita Uppbyggingarsjóður Suðurlands. Stjórn SASS hefur skipað 5 manna verkefnastjórn, sem einnig er úthlutunarnefnd. Skipunartíminn er til ársloka 2015. Verkefnastjórn kemur með tillögu til stjórnar um skiptingu fjármagns, annars vegar til menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Sett verða á fót a.m.k. tvö fagráð, eitt fyrir menningarverkefni og annað fyrir atvinnu- og nýsköpunarverkefni. Verkefnastjórnin hefur samið verklagsreglur fyrir Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Verklagsreglurnar verða settar á heimasíðu SASS á næstu dögum og auglýst verður eftir umsóknum í styrki í næstu viku. Í þessari úthlutun munu fara 18 milljónir í menningarstyrki og 25 milljónir í atvinnuþróun- og nýsköpun. Fundargerð samþykkt samhljóða. | | |
|
2. 1503007F - Bæjarráð Hornafjarðar - 713 | Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls undir 2. lið hafnarstjórnar, spurði um dýpkun hafnarinnar og við bryggjunna á Horni, hver hafi borið kostnað af þeirri dýpkun sem ekki er viðkomandi sveitarfélaginu. Einnig spurði hún um viðhaldsdýpkun. Björn Ingi greindi frá að dýpkað hafi verið þar sem Sigurður Ólafsson leggur að bryggju og við bryggjuna á Austurfjörum - Horni en bóndinn þar ber kostnað af þeirri aðgerð. Viðhaldsdýpkun er í höndum Vegagerðarinnar sem er að útbúa útboðsgögn. Fundargerð samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 1503011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 714 | Ásgerður tók til máls undir 1, lið heilbrigðis og öldrunarnefnd, fagnaði málþingi um öldrun og heilbrigði greindi frá að heilbrigðisráðherra hafi boðað komu sína á málþingið. Spurði einnig um viðbrögð vegna 6. liðar í fundargerðinni úttekt á þjónustusamningi um rekstur heilbrigðisstofnunar. Björn Ingi greindi frá að forstjóri HSU hafi verið í sambandi og greint frá að málið sé í vinnslu. Sæmundur tók við stjórn f undarins. Lovísa greindi frá málþingi um öldrun og heilbrigði sem fyrirhugað er að halda 6. maí. Sagði hugmynd að málþinginu kom fram á fundi Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunnar með framkvæmdastjóra HSU á Hornafirði og formanni Heilbrigðis- og öldrunnarnefndar 11. mars. Lovísa staðfesti að heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson hafi boðað komu sína og að vinna við dagskrá málþingsins sé komin vel af stað. Lovísa tók við stjórn fundarins. Ásgerður tók til máls undir eflingu leikskólastigsins,ræddi um tillögu fræðslu og tómstundanenfdarum menntun starfsfólks. Sagði þá sem ekki sátu fundi með starfsfólki hljóti að fá upplýsingar um þá og fá að vinna áfram að tillögunum, þó beðið sé niðurstaða kjarasamninga. Hún hvatti til að ganga lengra í átakinu lagt er til í tillögum nefndarinnar enda er um átak að ræða fyrir vel skilgreindann hóp td. bjóða starfsmönnum að taka 20% af vinnutíma í námið. Sagði einnig að ganga mætti lengra fyrir þá sem hafa áhuga á að ljúka Ma gráðu. Björn Ingi greindi frá að eftir fundinn með starfsfólki, hafi starfsfólk tekið vel í málið og nú þegar er einn starfsmaður búinn að skrá sig í háskólanám. Greindi frá að ráðlegt sé að bíða með að gera reglur fyrir þá sem eru í starfsgreinafélögum þar sem samningar eru lausir. Kristján Guðnason tók til máls undir 3, lið fundargerð menningarmálanefndar, geymslu mál Hornafjarðarsafna spurði hvernig staða mála er með leigusamning í Mjólkurstöðinni. Einnig spurði hann um Miklagarð hvort það ætti að stofna starfshóp um Miklagarð til að halda utan um vinnuna þar. Björn Ingi greindi frá að sveitarfélagið hafi möguleika á að leigja Mjólkurstöðinna út árið en það sé í vinnslu hver næstu skref verða. Sagði mikilvægt að greina hvaða breytingar vegna Miklagarðs þurfi að vinna áður en farið er í framkvæmdir, sagði menningamálanefnd geti verið stýrihópu fyrir Miklagarð en það þurfi að taka umræðuna um hvaða kostur er bestur. Þórhildur Ásta tók til máls undir 4. lið fræðslu- og tómstundanefndar, sagði að opnað verði fyrir skoðanakönnun fyrir starfsfólk og foreldra næstu daga og hvatti til þess að viðkomandi aðilar taki þátt í henni. Fundargerð samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 1503015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 715 | Fundargerð samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 1502007F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 213 | Fundargerð lögð fram til kynningar. | | |
|
| |
6. 201503070 - Ársreikningur sveitarfélagsins 2014 | Sigurjón Örn Arnarson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikning sveitarfélasins fyrir árið 2014 og skýrslu endurskoðenda. Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu var jákvæð um 218 millj. kr., en niðurstaða A hluta var jákvæð um 189 millj. kr.. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 375 millj. kr. en 289 millj. kr. í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 1.286 millj. í árslok 2014. Eiginfjárhlutfall A og B hluta nam 69%. Skuldahlutfall sveitarfélagsins er 60.9% sem er undir viðmiðunarreglum sem er 150%. Björn Ingi þakkaði bæjarfulltrúum, starfsfólki og KPMG fyrir störf sín við vinnu við gerð ársreiknings. Lagði til að bæjarstjórn vísi ársreikningi 2014 til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
| | |
|
7. 201412028 - Breyting á Aðalskipulag, 2015 | Ásgerður óskaði eftir að greidd verði atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig, orðið var við því. Björn Ingi lagði til að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi 2012-2030. Kafla 14.1, 15, og 30. Sagði forsendur breytingarinnar vegna stóraukins ferðamannastraums til landsins, vanmat á þörf fyrir gistirými í nýsamþykktu aðalskipulagi og vilji sveitarfélagsins til þess að bregðast skjótt við. Rýmkun gistiheimilda heimagistingar og gistingar á bújörðum er ætlað að tryggja hæga uppbyggingu gistiþjónustu í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn telur að hér sé um óverulega breytingu að ræða, þar sem hún felst í því að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru. Málsmeðferð skuli vera skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagði til að bæjarstjórn samþykki tillögur um breytingu á aðalskipulagi 2010-2030. Ásgerður sagðst myndi sitja hjá varðandi breytingu á gistirýmum í þéttbýli úr tveimur í fjögur þar sem hún efast um að sú takmörkun standist frekar en núgildandi. Einnig sagðist hún halda að ekki sé hægt að gera skilyrði um bílastæði í umsögn leyfanna. Miklir hagsmunir eru í húfi bæði fyrir þá sem hyggjast í heimagistingu og nágranna, sagðist hún vilja fá að vita hvort takmarkanir séu í raun leyfilegar eða hvort þyrfti að fara eftir reglugerðinni og leyfa átta rými fyrir 16 manns. Björn Ingi sagði að mönnum greindi mikið um túlkun lag og mikilvægt að sveitarfélagið fari að lögum. Forseti bar tillögurnar upp til atkvæða. Í kafla 14.1, ekki er heimilt að selja gistiþjónustu í flokki 1. heimagisting í íbúabyggð á Höfn umfram fjögur gistirými í íbúð. Samþykkt með með fjórum atkvæðum Ásgerður, Kristján og Gunnhildur sátu hjá. Í kafla 15. stækkun á miðsvæði á Höfn verði 15,0 ha. á tveimur stöðum. Samþykkt með sjö atkvæðum. Í kafla 30. Landbúnaðarsvæði verði: Ferðaþjónusta, svo sem gisting og greiðasala, innan tiltekinna stærðarmarka meðfram búskap, skal samtals, að hámarki 8. gistirými í hverjum matshluta. Samþykkt með sjö atkvæðum. | | |
|
8. 201409090 - Deiliskipulag höfnin/Ósland | Björn Ingi sagði deiliskipulagslýsing hafi verið í kynningu frá 12.-25. mars umsagnir bárust og brugðist hefur verið við ábendingum sem bárust. Markmið og skilmálar deiliskiplagstillögunar eru ma.: Að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Að styrkja hafnsækna starfsemi með því að bjóða upp á lóðir nálægt viðlegukanti og skoða möguleika á breytingum á syðri hafnarkanti sem auðvelda vinnufyrirkomulag í höfninni. Að gera grein fyrir legu fráveitu og áhrifum hennar á umhverfi og lífríki. Að stuðla að aðlaðandi ásýnd svæðisins sem næsta nágrenni friðlands við Ósland. Skipulagsnefnd bendir á að huga þarf að aðstöðu fyrir fjarðarbáta. Núverandi vigtarskúr er innan gildandi deiliskipulags Hafnarvík Heppa. Í samræmi við þau drög sem hér eru til umfjöllunar breytist því deiliskipulag Hafnarvík Heppa því þar sem svæðið umhverfist vigtarskúrinn er tekið inní vinnur við deiliskipulag Höfnin Ósland Lagði til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og hún fari í lögformlegt ferli skv. 40. gr. skipulagslaga og vísi henni til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða.
| | |
|
9. 201502032 - Erindisbréf Ungmennaráðs 2015 | Björn Ingi gerði grein fyrir breytingum á erindisbréfi ungmennaráðs. Erindisbréfið var samræmt öðrum erindisbréfum sveitarfélagsins þannig að hlutverk og starfshættir ráðsins eru skýrari. Sagði erindisbréfið hafi fengið umfjöllun í ungmennaráði og fræðslu- og tómstundanefnd. Lagði til að bæjarstjórn samþykki erindisbréfið. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða. | | |
|
10. 201501089 - Tímabundinn afsláttur af lóðagjöldum. | Björn Ingi kynnti nýjar reglur Sveitarfélagsins um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda. Markmið reglnanna er að ýta undir nýbyggingar í sveitarfélaginu með því vonast bæjarstjórn til að aukið framboð verði á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Lagði til að bæjarstjórn samþykki reglurnar sem gilda í 24 mánuði frá samþykkt þeirra. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða.
| | |
|
11. 201211050 - Reglur um niðurgreiðslu vegna daggæslu í einkahúsum | Björn Ingi greindi frá helstu breytingum á reglunum sem eru vegna breytinga á umsóknaferli í gegn um íbúagátt sveitarfélagsins, ásamt breytingu á ákvæði um greiðsludaga. Einnig er bætt við ákvæði vegna tvíbura. Félagsmálanefnd hefur fjallað um reglurnar. Lagði til að bæjarstjórn samþykki reglurnar. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða. | | |
|
12. 201501063 - Gjaldskrá Hornafjarðarhafnar 2015 | Björn Ingi kynnt breytingar á gjaldskrá Hornafjarðarhafnar. Helstu breytingar fela í sér að tengigjald rafmagns utan dagvinnutíma hækkar, raforkugjaldi hækkar, útkall vigtunar utan hefðbundins vinnutíma er tveir tímar. Ný grein er vegna gjalda vegna hreinsunar og mengunarvinnu sem hafnarstarfsmenn vinna. Gjaldksráin hefur fengið ufmjöllun í hafnarstjórn. Björn lagði til að bæjarstjórn samþykki gjaldskránna. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða.
| | |
|
13. 201502092 - Gjaldskrá sundlaugar 2015 | Björn Ingi gerði grein fyrir breytingum á gjaldskrá Sundlaugar á Höfn. Helsta breytingin er að börn í sveitarfélaginu að 18 ára aldri fá frítt í sund. Þá hækka stakir miðar úr 600 í 700. Lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingu á gjaldskránni. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða. | | |
|
14. 201503087 - Umsögn um landskipti, Rauðaberg 1 og 2 | Sæmundur gerði grein fyrir að eigendur jarðanna Rauðaberg 1 og 2 óska eftir landskiptum á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Lagði til að bæjarstjórn samþykkir landskiptin með með vísan í 13. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 og með vísan í 48 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd hefur fjallað um málið og gerði ekki athugasemd við landskiptin. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samljóða. | | |
|
15. 201503086 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngubrú yfir Kolgrímu. Skálafell . | Sæmundur greindi frá umsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði um framkvæmdir vegna göngubrúar yfir Kolgrímu. Skipulagsnefnd fjallaði um málið og gerði ekki athugasemd við það. Sæmundur lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfið skv. 13. gr. skipulagslaga. Þórhildur fagnaði framkvæmdinni og sagði gönguleiðina lengjast og vera góð viðbót við jöklaleiðina. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða. | | |
|
16. 201503062 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku, Slufrudal. Efri- Firði | Sæmundur greindi frá umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í slurfudal. Efnistaka er 7.000 m 3. samþykki landeigenda liggur fyrir. Gert er ráð fyrir efnistöku á svæðinu skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030. Sæmundur lagði til að bæjarstójrn samþykki framkvæmdaleyfið skv. 13. gr. skipulagslaga. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða. | | |
|
17. 201503076 - Umsókn um framkvæmdarleyfi,færsla á háspennulínu. Gígju | Sæmundur greindi frá ósk um framkvæmdaleyfi frá Landsnet vegna færslu á Prestbakkalínu nær þjóðvegi 1. Umhverfistofnun gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Skipulagsnefnd hefur samþykkti leyfið. Sæmundur lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfið skv. 13. gr. skipulagslaga. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða. | þverun gígjukvísl-17-02-2015-2-Default-000 (3).pdf | þverun gígjukvísl-17-02-2015-1.pdf | Bæjarstjórn Hornarfj.pdf | | |
|
18. 201501002 - Kosningar í nefndir | Gjafa- og minningasjóður Sigurður Mar Halldórsson verður aðalmaður fyrir E- lista í stað Fjólu Hrafnkelsdóttur Fræðslu- og tómstundanefnd verður aðalmaður fyrir D- lista Ingólfur Guðni Einarsson, hann verður jafnframt varaformaður nefndarinnar, og varamaður hans Anna María Kristjánsdóttir í stað Lovísu Rós Bjarnadóttur. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða. | | |
|
19. 201412003 - Skýrsla bæjarstjóra | Björn Ingi gerði grein fyrir störfum sínum sl. mánuð. | | |
|
20. 200901107 - Fyrirspurnir - bæjarstjórn | Engar fyrirspurnir hafa borist. | | |
|