Til bakaPrenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 717

Haldinn í ráðhúsi,
20.04.2015 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þórhildur Ásta Magnúsdóttir formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga og gæðastjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og gæðastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1504001F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 4
Ragnhildur greindi frá framkvæmd könnunar vegna leikskólamála.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri sat fundinn frá
2. 1504003F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 174
Bæjarráð tekur undir bókun hafnarstjórnar varðandi erindi frá Vegagerðinni.
"Erindi barst frá Vegagerðinni um að hlutur ríkissjóðs í framkvæmdakostnaði yrði 60% og að frádregnum virðisaukaskatti er ríkisstyrkur áætlaður 19,5 milljónir og hlutur hafnarsjóðs 12,9 milljónir fyrir ári 2015. Fjárhagsáætlun hafnarinnar gerir ráð fyrir 7 milljónum í hluta hafnarsjóðs í viðhaldsdýpkun 2015. Hafnarstjórn álítur þessa breytingu í hlut ríkisins vera allt of seint fram komna þar sem lokið hefur verið við gerð fjárhagsáætlun þessa árs þó heimilt sé í hafnarlögum að draga úr framlagi ríksins verður að teljast eðlileg stjórnsýsla að slíkur gjörningur sé kynntur áður fjárhagsáætlun komandi árs er samþykkt svo tími vinnist til að bregðast við breyttum forsendum. Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að erindi berist og veittur sé 6 virkir daga til að svara og bregðast við því. Auk þess er erindið sent með fyrirvara um samþykki Alþingis á þingsályktunartillögunni.
Hafnarstjórn harmar það að ný samgönguáætlun heimili það að skera niður svo brýn verkefni sem þetta. Í ljósi landfræðilegra aðstæðna er nauðsynlegt að dæla um 25.000 til 30.000 rúmmetrum af efni árlega úr höfninni til að hún geti haldið áfram að þjóna sínu hlutverki."
Ásgerður gerði 6. lið að umtalsefni sem snýr að færslu Humarhátíðarsvæðis niður á Miklagarðsbryggju. Bæjarráð leggur áherslu á að til viðbótar við gott samstarf við rekstraraðila verði lögð áhersla á öryggismál.
Fundargerð samþykkt.
3. 1503010F - Umhverfisnefnd - 3
Umræður um umferðaröryggismál í sýslunni, bæjarráð óskar eftir því að nefndin haldi áfram að vinna að þeim þáttum sem snerta sveitarfélagið s.s. sorphirðu. Bæjarráð óskar eftir að nefndin vinni samantekt á upplýsingum sem lúta að umferðaröryggi í sveitarfélaginu.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Tómas Ellert Tómasson framkvæmda- og umhverfisstjóri
Almenn mál
4. 201504020 - Nori,skráningarkerfi vegna tómstundastyrks 2014
Tilboð frá Greiðslumiðlun ehf. um rafrænt skráningakerfi vegna tómstundastyrkja til barna og ungmenna.
Tilboð 1 og 2 hljóða upp á sömu upphæð:
Stofnkostnaður 50.000. kr. án VSK.
Mánaðargjald 11.315. kr. án VSK.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði tvö sem felur í sér námskeið fyrir starfsmenn á Höfn, starfsmönnum falið að kanna stöðu styrktarramma vegna fjármuna í verkefnið.
5. 201504017 - Samþykkt USÚ vegna styrktar- og afrekssjóðs
Samþykkt af 81. þingi ÚSÚ lögð fram, lagt er til að stofnaður verði afreks- og styrktarsjóð með aðkomu sveitarfélagins. Fræðslu- og tómstundanefnd hvatti til þess að sveitarfélagið leggi sjóðnum til kr. 500.000 árlega og gangi til samninga við USÚ um sjóðinn.
Bæjarráð tekur jákvætt í að stofnaður verði einn öflugur afreks- og styrktarsjóður. Til að slíkt verði mögulegt þarf að vinna nánari útfærslur og kanna möguleika á aðkomu fjársterkra aðila að verkefninu. Niðurstöðurnar nýtist við gerð fjárhagsáæltun ársins 2016. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
6. 201501049 - Reglur um tómstundastyrk
Fræðslu og tómstundanefnd lagði til að gerð verði breyting á reglunum.
"Meginreglan skal vera sú að skipulagt tómstundastarf nái yfir 10 vikur samfellt. Hægt er að ráðstafa styrk til greiðslu styttri námskeiða, enda uppfylli námskeiðið önnur skilyrði um styrkhæfi."
Bæjarráð samþykkir breytingar á drögum að reglum um tómstundastyrk og vísar reglunum til bæjarstjórnar.
7. 201504039 - Kynning á samvinnuverkefninu Opposing Force/Mótstöðuafl
Davíð Arnar kynnti áfangaskýrslu verkefnisins sem er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu.
 
Gestir
Davíð Arnar Stefánsson verkefnisstjóri Nýheima
8. 201502098 - Fundargerðir Nýheima 2015
Lagt fram til kynningar.
9. 201504029 - Umhverfi svæðis neðan við Bogaslóð
Erindi lagt fram frá Hrafnkeli Ingólfssyni dags. 25. mars.
Bæjarráð felur starfsmönnum að ganga frá svæðinu svo ekki skapist hrunhætta og svara öðrum liðum í erindinu.
10. 201504030 - Umsögn um útgáfu leyfa Álaleira 14
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfisins.
11. 201501065 - Fundargerðir SASS 2015
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð óskar eftir að skýrsla um Stöðugreiningu hjúkrunarheimila á Suðurlandi verði kynnt fyrir bæjarráði.
492-fundur-stj-SASS.pdf
12. 201503020 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 827. fundar stjórnar sambandsins.pdf
13. 201504040 - Úthlutun á nýtingarleyfi við Fjallsárlón
Upplýst var að tvær umsóknir bárustu um nýtingarleyfi við Fjallsárlón, í gang er farin vinna við að meta umsóknir.
14. 201009100 - Fyrirspurnir - bæjarráð
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:32 

Til bakaPrenta