Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 175

Haldinn í ráðhúsi,
05.05.2015 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Valdemar Einarsson formaður,
Sigurður Einar Sigurðsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Arna Ósk Harðardóttir aðalmaður,
Sigurður Ægir Birgisson 1. varamaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Karl Sigurður Guðmundsson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar,
Fundargerð ritaði: Karl Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar


Dagskrá: 
Almenn mál
Dýptarmæling frá 1 maí 2015 gefur upp óviðunandi stöðu á dýpi
1. 201505004 - Innsiglingin um Hornafjarðarós
Vignir Júlíussson fór yfir stöðu mála lagði fram niðurstöður úr mælingum sem framkvæmdar voru í janúar 2015 og síðan aftur 1.maí 2015. Þegar þessar dýpistölur eru skoðaðar í samhengi hefur dýpið á Grynnslum minnkað um 1,5 til 2 metra. Umtalsvert magn af efni hefur hlaðist upp á Grynnslunum og er það óvenjulegt á vormánuðum og líklegt að þetta haldist fram á haustið. Þetta hefur þær afleiðingar að minnka þarf djúpristu skipa sem koma inn til Hafnar frá þvi að vera 6 metra djúprista niður í 5 metra djúpristu. Nú þegar hefur skip farið til annarar hafnar að kröfu tryggingarfélags viðkomandi skips. Þessi breyting á Grynnslum kemur til með að hafa áhrif á bæði inn- og útflutning frá höfninni. Ljóst er að fyrirtæki á svæðinu þurfa að breyta sínum áætlunum
Hafnarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun :
Hornafjarðarós Grynnslin.
Hafnarstjórn hefur þungar áhyggjur af því alvarlega ástandi sem skapast hefur á Grynnslum og í innsiglingu um Hornafjarðarós. Nú er komin upp sú staða að takmarka þarf djúpristu skipa sem sigla inn til Hafnar í Hornafirði. Dýpið á Grynnslunum hefur minnkað um 2 metra á undanförnum 5 mánuðum og eru þetta um 200.000 rúmmetrar sem safnast hafa upp á þessum tíma. Líkur eru á þetta ástand verði viðvarandi næstu mánuði. Hafnarstjórn bendir á að þetta ástand skapar mikla óvissu um skipaumferð um innsiglinguna.
Hafnarstjórn telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi fjármuni til samgönguyfirvalda svo gera megi úrbætur strax. Þetta ástand setur sjávarútveg og aðra flutninga til og frá Hornafirði í uppnám. Því er framtíð heils byggðarlags undir í þessu máli.
2. 201504024 - Viðhaldsdýpkun 2015
Sigurður Guðmundsson sagði frá niðurstöðum á eiturefnaprófunum. þær komu mjög vel út samkvæmt þeim er um ómengað efni að ræða og verða ekki settar takmarkanir á varp dýpkunarefna í hafið. Búið er að bjóða út viðhaldsdýpkun í höfninni til næstu fjögurra ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Leyfilegt verður að dæla 50.000 rúmmetrum annað hvert ár. Útboðsgögn eru afhent hjá Vegagerðinni og hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Opnun tilboða fer fram 19.maí klukkan 14:15.
3. 201409090 - Deiliskipulag höfnin/Ósland
Björn Ingi kynnti samkvæmt skipulagslögum verður skólpdælustöð að vera á iðnaðarsvæði. Verið er að gera nauðsynlegar breytingar til að uppfylla þau lagaákvæði.
Verktaki sótti um frest hjá Vegagerðini, frestur veittur.
4. 201201071 - Landbrot á Suðurfjörum
Sigurður Guðmundsson upplýsti að verktaki sem fékk verkið hefur sótt um frest til Vegagerðarinnar og fékk frest til 15.ágúst 2015 til að klára verkið.
Staðan, bið eftir lögregluskýrslum
5. 201504025 - Björgun á M/V Hauk
Sigurður Guðmundsson upplýsti að ekki hafa enn komið gögn vegna þessa máls frá lögreglunni. Ýtt hefur verið á lögreglu um gagnaskil og eru þau væntanleg í næstu viku. Hafnarstjóra heimilað að vinna áfram að málinu.
6. 201212040 - Farþegaskipamál
Sigurður Guðmundsson uppýsti að þann 8.maí er aðalfundur Cruise Iceland og áætlanir um að sækja þann fund. Einnig var rætt um bókun Hafnarstjórnar frá síðasta fundi þar sem fram kemur að áframhaldandi þátttaka hafnarinnar verði háð aðkomu hagsmunaaðila í sveitarfélaginu. Sigurður telur mistök að hætta þessu starfi ef ekki tekst að ná hagsmunaaðilum að verkefninu. Hafnarstjórn leggur áherslu á að ekki sé með þessari bókun verið að loka fyrir markaðssetningu hafnarinnar heldur gæti þurft að beita öðrum aðferðum til að draga hagsmunaaðila að verkinu.
7. 201409012 - Starfsmannamál Hornafjarðarhafnar 2014
Björn Ingi fór yfir starfmannamál og að nýtt vaktafyrirkomulag á höfninni tók gildi 1.maí 2015. Einnig var tilkynnt að Sigurður Guðmundsson hefur sagt upp starfi sínu sem forstöðumaður Hornafjarðarhafnar og hafnsögumaður frá og með 1.maí 2015 mun hann láta af störfum 30.september 2015.
8. 201211036 - Önnur mál hafnarstjórnar.
Bryndís lagði fram fyrirspurn Guðlaugs Þórs þingskjal 1214 - 490.mál en þar kemur fram að tekjur hafnarinnar vegna strandveiðigjalds var rúmlega 1,1 milljón króna á árinu 2014.
Strandveidigjald fyrirspurn þingskjal 1214 mal490.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta