Til bakaPrenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 732

Haldinn í ráðhúsi,
07.09.2015 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þórhildur Ásta Magnúsdóttir formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1508006F - Menningarmálanefnd - 8
Forstöðumaður Hornafjarðarsafna gerði grein fyrir fundargerðinni.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Vala Garðarsdóttir forstöðumaður Hornafjarðarsafna
2. 1507003F - Skipulagsnefnd - 8
Fundargerð samþykkt.
3. 1508001F - Umhverfisnefnd - 7
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
Almenn mál
4. 201507034 - Samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Hornafirði
Bryndís gerði grein fyrir vinnu við gerð samþykktarinnar, sem var yfirfarin og unnin í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.

Lagt fram til kynningar og farið yfir verkferlið.
5. 201505076 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði
Bryndís gerði grein fyrir vinnu við gerð samþykktarinnar, sem var yfirfarin af Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Lagt fram til kynningar og farið yfir verkferlið.
6. 201310034 - Loftlagsverkefni Landverndar, sveitarfélagsins og Sambandsins
Bryndís fór yfir aðgerðaráætlun um loftlagsverkefnið.

Aðgerðaráætlunin hefur verið unnin í samstarfi við Landvernd, og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrirhugað er að undirrita aðgerðaráætlunina í október.
7. 201509014 - Áskorun um að Sveitarfélaið Hornafjörður gerist móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk frá Sýrlandi
Áskorun með undirskriftalista frá Ungmennaráði Hornafjarðar sem ungmennaráð afhenti bæjarstjórn lögð fram.

Bæjarráð þakkar Ungmennaráði frumkvæðið og áhugan á þessu mikilvæga málefni. Bæjarráð fól félagsmálastjóra á 731. fundi sínum að kanna möguleika á móttöku flóttafólks. Bæjarráð er jákvætt fyrir því að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk og er sú vinna í gangi.
Ákorun til Sveitarfélagsins.pdf
8. 201509001 - Möguleg móttaka flóttafólks
Minnisblað félagsmálastjóra með samantekt um mögulega móttöku flóttamanna til Hornafjarðar lagt fram.

Undanfarið hefur verið fjallað um þátttöku sveitarfélaga á Íslandi í móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Bæjarráði hefur m.a. borist áskorun frá ungmennaráði þar sem farið er þess á leit að Hornfirðingar taki þátt í aðgerðum stjórnvalda og bjóðist til þess að taka á móti flóttamönnum. Sveitarfélagið hefur reynslu af móttöku flóttafólks frá árinu 1997 þegar tekið var á móti 17 flóttamönnum frá Krajina.

Mikilvægt er að hafa í huga að móttaka flóttafólks er umfangsmikið, tímafrekt og kostnaðarsamt verkefni sem útheimtir nána samvinnu milli kerfa og stofnana, þátttöku íbúa og atvinnulífs. Það er skoðun bæjarráðs að þátttaka í slíku verkefni væri áhugaverð, krefjandi og gefandi áskorun.

Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að koma að verkefninu. Bæjarráð felur félagsmálastjóra að setja sig í samband við fulltrúa velferðarráðuneytisins og fá nánari upplýsingar um verkefnið og kanna með hvaða hætti Sveitarfélag Hornafjarðar getur orðið að liði með þeim úrræðum sem sveitarfélagið býr yfir.
9. 201509017 - Fjallsárlón Uppbygging
Ný gögn hafa verið sett inn undir þessu máli.

Lovísa vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð heimilar útboð á grunni fyrirliggjandi gagna og umræðu á fundinum.
 
Gestir
Björgvin G. Sigurjónsson frá Verkfræðiþjónustunni ehf.
10. 201503064 - Staða sveitarsjóðs 2015
Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu sveitarsjóðs

Fjárhagsstaða er í samræmi við áætlanir.
11. 201509016 - Fjárhagsáætlun 2016
Fjármálastjóri kynnti drög að dagskrá við gerð fjárhagsáætlunar 2016

Lagt fram til kynningar.
12. 201509003 - Samkomulag um uppsögn á samningi um lögfræðiþjónustu
Björn Ingi fór yfir stöðu málsins.

Bæjarráð samþykkir uppsögn á samningi við Lögfræðiþjónustu Cato lögmanna um leið og þakkað er fyrir veitta þjónustu undanfarin ár.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða þörf og fyrirkomulag lögfræðiþjónustu.
13. 201509008 - Ljósleiðaralagning Hrollaugsstaðir - Hali
Björn Ingi fór yfir áform Orkufjarskipta um lagningu ljósleiðara.

Sveitarfélaginu stendur til boða þátttaka í stofnkostnaði við lagningu ljósleiðara og tengja með því saman ljósleiðaranet í Öræfum og Suðursveit. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
BMJ-Sudursveit-Lagnaleid-0.pdf
14. 201509019 - Ráðning Skipulagsstjóra
Bæjarstjóri upplýsti að fjórar umsóknir bárust í starf skipulagsstjóra og málið er í vinnslu.
15. 201502022 - Starfsmannamál
Ásgerður vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta