Til bakaPrenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 751

Haldinn í ráðhúsi,
25.01.2016 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þórhildur Ásta Magnúsdóttir formaður,
Lovísa Rósa Bjarnadóttir varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri,
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri.
Fundargerð ritaði: Ólöf I. Björnsdóttir, fjármálastjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1601008F - Menningarmálanefnd - 14
Fundargerð samþykkt.
2. 1601006F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 15
Farið yfir styrkúthlutanir fræðslu- og tómstundanefndar. Bæjarráð bendir á samning sveitarfélagsins við Ungmennafélagið Sindra og telur því ekki þörf á að gera samning við einstaka deildir. Bæjarráð felur fræðslustjóra og bæjarstjóra að skoða málefni Ungmennafélagsins Mána.
Bæjarráð fagnar áhuga ungmennaráðs um áheyrnarfulltrúa í nefndum og felur bæjarstjóra að kanna leiðir til að koma málinu í framkvæmd.
Ásgerður gerði athugasemd við samsetningu hóps sem falið er að fara yfir skipurit grunnskólans þar sem tvö framboð af þremur í bæjarstjórn eiga fulltrúa, þ.e. bæjarstjóri og formaður fræðslunefndar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fræðslustjóra að vinna tillögu að nýju skipuriti grunnskólans í samráði við skólastjóra.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
Almenn mál
3. 201601052 - Reglur um leikskólana á Hornafirði
Endurskoðun á reglum leikskólanna lögð fram.

Bæjarráð samþykkir reglurnar.
4. 201511063 - Verkferli umsagna um rekstrarleyfi
Bæjarráð samþykkir verkferlið.
5. 201601060 - Brennsla á sláturúrgangs
Erindi frá Norðlenska dags. 12.1 þar sem óskað er eftir að staðsetja brennsluofn við Sláturhúsið.

Bæjarráð vísar erindinu í skipulagnefnd og umhverfisnefnd.
6. 201601066 - Umsókn um leyfi til rekstur Matarvagns á Höfn
Bæjarráð samþykkir tímabundið leyfi til landnýtingar fyrir veitingavagn vegna sumarsins 2016 að uppfylltum öllum leyfum og skilyrðum.
Verið er að útfæra gjaldskrá og reglur vegna starfsemi veitingavagna.
7. 201601074 - Framkvæmdir við Hornafjarðarflugvöll
Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum Isavia við Hornafjarðarflugvöll. Fyrirhugað er að færa flugbrautarljós nær miðlínu flugbrautar og með því þrengja að flugbrautinni. Breidd flugbrautar er nú 45 metrar en eftir fyrirhugaðar framkvæmdir verður breidd flugbrautar 30 metrar. Virðast rökin fyrir þessari framkvæmd vera að komast hjá því að lagfæra 7,5 metra breitt malarsvæði sem er á milli núverandi staðsetningar ljósa og síðustu klæðningar sem sett var á brautina. Auk þess sem þessi breyting getur haft í för með sér tafir á flugumferð yfir vetrarmánuðina.
Bæjarráð telur þessar framkvæmdir í engu samræmi við þá þróun sem verið hefur í fjölgun ferðamanna undafarin ár og spár næstu ára gera ráð fyrir. Í markmiðum Stjórnstöðvar ferðamála er sett fram að auka eigi dreifingu ferðamanna. Því er undarlegt að framkvæmdir Isavia stuðli að þrengri notkunarmöguleikum á flugvellinum á sama tíma og stefna stjórnvalda hefur verið í þveröfuga átt.
Fluttar hafa verið þingsályktunartillögur um að Hornafjarðarflugvöllur verði millilandaflugvöllur fyrir litlar og meðalstórar flugvélar sem er mikið öryggismál fyrir flug til og frá landinu. Því er algjörlega fráleitt að viðhald flugvallarins miði að því að draga úr notkunarmöguleikum og öryggi í flugsamgöngum.
8. 201510010 - Staða og þróun á húsnæðismarkaði
Bæjarstjóri upplýsti um fund með sveitarstjórum á Suðurlandi um samstarf í byggingu íbúðarhúsnæðis. Þar sem ástandið er misjafnt milli sveitarfélaga er ekki útlit fyrir að samstarf geti orðið í náinni framtíð.
Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að framkvæmdum í húsnæðismálum.
9. 201601055 - Aðalfundur Samorku 2016
Erindi frá Samorku dags. 14. janúar lagt fram. óskað er eftir þáttöku sveitarfélagsins á aðalfund og ársfund Samorku þann 19. febrúar.

Bæjarráð tilnefnir skipulagsstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund.
Aðalfundur Samorku.pdf
10. 201512057 - Skipulagsbreytingar hjá SASS
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta